Á dögunum heimsóttu slökkviliðsmenn nemendur í 3. bekk Víkurskóla en heimsóknin er liður í árlegu eldvarnarátaki.
Landsamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir eldvarnarátaki fyrir jólin og eru heimsóknir þeirra í 3. bekk grunnskólanna liður í átakinu.
Krakkarnir lærðu ýmislegt meðal annars um reykskynjara, brunateppi, umgengni við kerti og hvernig á að haga sér ef upp kemur eldur.
Einnig fengu þau fengu getraun til að taka með sér heim og vinna með foreldrum, henni skila þau svo aftur í skólann og fá vasaljós að launum. Dregið verður úr réttum lausnum eftir 11. janúar og fá þeir sem dregnir verða út verðlaun frá slökkviliðinu.