Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi héldu í síðustu viku aðkomuæfingu í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.
Um er að ræða stóra og „flókna“ byggingu og voru menn sammála um að æfing sem þessi væri mjög mikilvæg í húsum sem þessum.
Byrjað var á að skoða myndir og teikningar af húsinu og gera áætlun um aðkomu að húsinu ef til elds kæmi. Að því loknu fór hópurinn í skoðunarferð um húsið til að átta sig frekar á umfangi og helstu hættum.
Eftir skoðunarferðina fór hópurinn yfir aðkomuáætlunina og endurskoðaði hana með tilliti til nýrrar vitneskju.