Slökkvilið kallað út vegna ruslabrennu

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni var kallað út kl. 17:13 eftir að tilkynnt var um eld í sumarbústað á Laugarvatni.

Þegar slökkviliðsmenn voru á leiðinni á vettvang kom í ljós að verið var að brenna rusl og því ekki eins mikil hætta á ferðum og talið var í fyrstu.

Engu að síður er full ástæða til að brýna fyrir fólki að fara varlega með eld og ekki er heimilt að brenna rusl á víðavangi. Síðastliðinn fimmtudag var slökkviliðið á Laugarvatni einmitt kallað út vegna sinuelds en aðstæður til gróðurelda eru ákjósanlegar um þessar mundir.

Fyrri greinSlasaðist við Sköflung
Næsta grein„Markmiðið að auka hamingju Sunnlendinga um 5% fyrir árið 2025“