Slösuð göngukona sótt í Almenninga

Björgunarsveitirnar Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum og Dagrenning á Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis til að sækja göngukonu er slasaðist í Almenningum, á gönguleiðinni frá Emstrum til Þórsmerkur.

Ekki er talið að meiðsli konunnar séu alvarleg.

Sjúkraflutningamaður fór með björgunarsveitum og gaf hann konunni verkjastillandi fyrir flutning í sjúkrabíl.

Fyrri greinMikil sala á íslensku skyri til útlanda
Næsta greinFis brotlenti á Bakkaflugvelli