Slösuðum fálka komið til bjargar

Fálkinn á lögreglustöðinni á Selfossi í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Verkefni lögreglunnar eru misjöfn og snúast ekki öll um að eiga samskipti við fólk.

Lögreglumenn koma einnig að málum þar sem dýr eru í ýmsum aðstæðum, týnd, fundin og stundum slösuð. Það er ekki oft sem að fálkar koma við sögu lögreglunnar en það gerðist í dag þegar vökul augu vegfaranda á Suðurstrandarvegi fundu fáka sem eitthvað virtist ama að.

Fálkanum var komið í hendur lögreglunnar á Suðurlandi sem síðan kallaði til sérfræðing frá Náttúrufræðistofnum Íslands og var fálkinn fluttur á öruggan hátt til frekari skoðunar.

Íslenski fálkinn er alfriðaður og nýtur jafnframt aukinnar verndar.

 

Fyrri grein„Að hafa trú á sjálfum sér er ótrúlega magnað veganesti“
Næsta greinTilkynning um eldinn barst ekki til lögreglu