Sluppu lítið meidd úr bílveltu

Jepplingur valt á Þjórsárdalsvegi við Þrándarholt um miðjan dag í dag. Þrennt var í bílnum og voru allir fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi.

Meiðsli fólksins voru minniháttar en bíllinn er mjög illa farinn eftir veltuna.

Fyrri greinSýningarbúnaðurinn ekki fullnægjandi
Næsta greinKatrín tryggði Selfyssingum stig í uppbótartíma