Erlendar mæðgur sluppu ómeiddar þegar bílaleigubíll þeirra valt á Hringveginum skammt frá Stórhól í Skaftárhreppi eftir hádegi í dag.
Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku á beinum breiðum vegi og missti hann útaf. Bíllinn fór eina veltu og hafnaði á hliðinni.
Fljúgandi hálka er á svæðinu og dregur snjó sumsstaðar inn á veginn svo að ökumenn verða að fara varlega.
Guðmundur Ingi Ingason, lögregluvarðstjóri á Klaustri, sagði í samtali við sunnlenska.is að bíllinn hefði verið vel dekkjaður, á heilsársdekkjum, en nauðsynlegt væri að vera á negladekkjum við þessar aðstæður.