Sluppu vel úr mjög hörðum árekstri

Mjög harður árekstur tveggja fólksbifreiða varð á gatnamótum Þrengsla- og Þorlákshafnarvegar síðastliðið fimmtudagskvöld.

Ökumenn voru einir í ökutækjum sínum og voru þeir báðir fluttir á heilsugæsluna á Selfossi en reyndust ekki alvarlega slasaðir.

Talsverð hálka var á vettvangi og þeim ökumanni sem ók eftir Þorlákshafnarvegi tókst ekki að stöðva bifreið sína við gatnamótin og rann inn á þau og í veg fyrir bifreiðina sem ekið var eftir Þrengslavegi. Stöðvunarskylda er á Þorlákshafnarvegi.

Báðar bifreiðarnar eru ónýtar eftir áreksturinn.

Fyrri greinKaldavatnslaust í Hveragerði
Næsta greinÞurftu að „sleppa“ ölvuðum ökumanni