Slys á fólki á fjórhjóli og hlaupahjóli

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur síðasta sólarhringinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Að auki var einn ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur.

Tvö mál eru skráð í dagbók lögreglu þar sem brotið var gegn reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Í báðum tilvikum var um að ræða atvinnutæki með of þungan farm.

Lögreglan var kölluð á vettvang fjögurra umferðarslysa og í tveimur þeirra urðu slys á fólki. Í öðru tilfellinu var um að ræða fjórhjólaslys í Mýrdal en í hinu tilfellinu rafhlaupahjólaslys á Selfossi.

Í dagbók lögreglunnar segir að upp á síðkastið sé algengt að ekið sé á búfé en fjögur tilfelli voru skráð síðasta sólarhringinn þar sem ekið var á kindur.

Fyrri greinBati í rekstri Árborgar
Næsta greinHinsegin fólk er allstaðar