Slys á fólki í þremur umferðaróhöppum

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ellefu umferðaróhöpp eru skráð í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Í þremur þeirra urðu slys á fólki.

Síðastliðinn fimmtudag varð maður fyrir bíl á gangbraut á Austurvegi á Selfossi. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Daginn áður varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Breiðumarkar og Sunnumarkar.   Ökumaður annarrar bifreiðarinnar mun hafa leitað sjálfur á heilsugæslu eftir óhappið.

Þá slasaðist ökumaður jeppabifreiðar þegar hún valt út af Skeiðavegi þann 29. október síðastliðinn. Meiðsli viðkomandi eru þó ekki talin alvarleg.

Fyrri greinTveir ferðamenn á slysadeild
Næsta greinKannabisræktun fannst eftir umferðareftirlit