Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag eftir að erlendur ferðamaður féll í austurhlíð Reynisfjalls í Mýrdal.
Viðbragðsaðilum reyndist erfitt að komast að manninum og var því kallað eftir aðstoð þyrlunnar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór betur en á horfðist þarna og eru meiðsli mannsins ekki talin alvarleg. Hann var fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík.