Mikil umferð var á vegum Árnessýslu um helgina en einungis var tilkynnt um tvö minniháttar umferðaróhöpp sem bæði voru minniháttar nudd á bílastæðum.
Auk þess voru engin slys á fólki tilkynnt í umdæminu í heila viku sem er einsdæmi að því að fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi.
Sex ökutæki voru í vikunni tekin úr umferð vegna þess að þau voru ótryggð. Sekt við því er 30 þúsund krónur.
Einn ökumaður var kærður fyrir ölvunarakstur, einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir að aka sviptur ökurétti. Tveir voru kærðir fyrir að hafa í akstri verið að tala í farsíma.