Smári býður sig fram í fyrsta sæti

Smári McCart­hy ætl­ar að bjóða sig fram í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi fyr­ir Pírata í þing­kosn­ing­um í haust.

Hann tek­ur af all­an vafa um þetta á pírata­spjall­inu í dag þar sem hann svar­ar fyr­ir­spurn um hvort hann ætli sér að fara fram.

mbl.is greinir frá þessu.

„Ég fer í það sæti sem sunn­lensk­ir Pírat­ar setja mig, en mig lang­ar til að taka fyrsta sætið,“ seg­ir Smári en hann ætl­ar að flytj­ast til Íslands í lok ág­úst eft­ir að klára verk­efni sem hann vinn­ur að í Bosn­íu og Hertzegovínu, þar sem hann er bú­sett­ur núna.

Hann seg­ist velja Suður­kjör­dæmi þar sem hann sé upp­al­inn í Vest­manna­eyj­um að hann þurfi að „representa,“ en áður hafði fólk velt því fyr­ir sér hvort hann færi fram í krag­an­um eða Reykja­vík.

Smári var í 1. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi fyrir alþingis­kosn­ing­arn­ar árið 2013 og var nálægt því að komast inn á þing.

Frétt mbl.is

Fyrri greinListvinafélagið fékk menningar-viðurkenninguna
Næsta grein„Þetta voru algjörar gjafir“