Smávélar ehf áttu lægsta tilboðið í malbikun plana á Selfossi í sumar.
Öll tilboðin sem bárust voru yfir áætluðum kostnaði Sveitarfélagsins Árborgar sem var 53,2 milljónir króna.
Tilboð Smávéla hljóðaði upp á 56,3 milljónir króna en tilboð Egils Guðjóns ehf var rúmlega 410 þúsund krónum hærra. Mjölnisbílar ehf buðu 58,9 milljónir króna í verkið og Borgarverk 65 milljónir króna.
Í verkinu felst að malbika bílastæði við leikskólann Jötunheima og við íþróttavöllinn á Engjavegi.