Orkustofnun hefur látið gera greiningu á smávirkjanakostum á Suðurlandi. Kortlagðir hafa verið 444 virkjanakostir í sveitarfélögum á Suðurlandi með heildarafl 648 MWe.
Eins og áður er leitað kosta með afl á bilinu 100 kWe – 10 MWe ásamt því að metnir eru möguleikar á dægurmiðlun við inntak og óvissa í afli þeirra virkjunarkosta sem finnast er metin gróflega. Smávirkjanakostir innan vatnasviða þar sem þegar eru virkjanir eða rannsóknir í gangi vegna virkjanahugmynda eru ekki metnir í þessu ferli.
Tölum um orkugetu í þessari greiningu þarf að taka með fyrirvara, þar sem um algjöra frumathugun er að ræða sem hefur það að leiðarljósi að draga fram sem flesta kosti sem vert væri að kanna nánar.
Hér má sjá skýrsluna í heild sinni og frekari upplýsingar um smávirkjanir á vef Orkustofnunar hér.