Smit á sjúkrahúsinu á Selfossi

Þessar upplýsingar biðu gesta á lyftuhurðinni á HSU á Selfossi í dag, en þar var fyrst greint frá smitinu. Ljósmynd/Snorri Sigurfinnsson

Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi er lokuð vegna COVID-19 smits. Gestum er óheimilt að koma á deildina nema í undantekningartilvikum.

Sjúklingur sem lá inni á deildinni greindist smitaður af COVID-19 í gærkvöldi, en hann lá ekki inni þess vegna.

Bald­vina Ýr Haf­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar, segir í samtali við mbl.is að deildin hafi verið sótthreinsuð og nýtt fólk sett í vinnu. „Þá voru þetta um þrjá­tíu starfs­menn og aðrir tengd­ir sem þurfti að skima vegna smits­ins,“ seg­ir Bald­vina.

Sjúklingurinn fór í skimun eftir að aðstandandi hans, sem hafði komið í heimsókn á sjúkrahúsið, hafði greinst smitaður.

Fyrri greinInnsýn í hulda heima á bókasafninu
Næsta greinÖruggt gegn botnliðinu