Smit hjá starfsmanni Sundhallar Selfoss

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Starfsmaður í Sundhöll Selfoss greindist í gær með COVID-19 smit. Smitið hefur ekki áhrif á rekstur Sundhallarinnar.

Í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg segir að umræddur starfsmaður hafi ekki verið við vinnu síðan síðasta laugardag og því hefur smitið ekki áhrif á rekstur Sundhallarinnar að svo stöddu og er laugin opin áfram fyrir gesti.

Starfmenn Sundhallarinnar hafa lagt mikið á sig undanfarna mánuði til að viðhalda góðum smitvörnum í lauginni svo gestir og starfsmenn séu í sem öruggustu umhverfi og verður þeim aðgerðum að sjálfsögðu haldið áfram.

UPPFÆRT KL. 16:18

Fyrri greinSunnlensku liðin töpuðu öll
Næsta greinBarbára valin í A-landsliðið í fyrsta sinn