Smituðum fjölgar lítillega

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 135 í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað um þrjá síðan í gær. Nú eru 320 í sóttkví.

Flestir eru í einangrun í póstnúmerinu 851, sem er dreifbýlið í Rangárþingi ytra og Ásahreppur. Þar er 31 í einangrun og hefur fjölgað þar um sex síðan í gær. Í þessu póstnúmeri eru 23 í sóttkví.

Á Selfossi er 21 í einangrun og 91 í sóttkví, nítján eru í einangrun í Sveitarfélaginu Ölfusi og 34 í sóttkví.

Þetta kemur fram í daglegum tölum frá HSU.

Í gær greindust 116 með COVID-19 innanlands og voru 74 þeirra utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinKosið um sameiningu 25. september
Næsta greinEngin Töðugjöld í ár