Smitum fækkar á Suðurlandi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einstaklingum í einangrun vegna COVID-19 hefur fækkað um sjö á Suðurlandi frá því í gær.

Nú eru 60 manns í einangrun á Suðurlandi en talsvert hefur fjölgað í sóttkví á milli daga eftir að smit greindist hjá starfsmanni Sunnulækjarskóla á Selfossi í gær. Nú eru 96 í sóttkví á Suðurlandi, flestir á Selfossi eða 57 talsins.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Alls greindust 27 með COVID-19 innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinSóknarhugur og seigla í sunnlenskri ferðaþjónustu
Næsta greinRangárþing ytra endurnýjar samstarfssamning við KFR