Smitum fækkar á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru níu einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi og sex einstaklingar í sóttkví.

Tölurnar hafa lækkað mikið síðan í síðustu viku þegar rúmlega tuttugu voru í einangrun.

Flest smitin eru í Vík í Mýrdal, þar eru fjórir í einangrun, tveir í Rangárþingi eystra, einn í Hveragerði, einn í Ölfusi og einn í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Þessu til viðbótar eru 109 í sóttkví á Suðurlandi eftir skimun á landamærum.

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinSöfnuðu milljón krónum fyrir Píeta samtökin
Næsta greinKannaðist ekki við efnin í bílnum