Smitum fjölgar á Suðurlandi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjöldi þeirra sem eru í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19 hefur tvöfaldast síðan í gær.

Í dag eru sex manns í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi, en voru þrír í gær. Þá eru fimmtán manns í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti, en voru átta í gær. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Einnig eru 206 manns í sóttkví á Suðurlandi eftir skimun á landamærunum og hefur fjölgað um 58 í þeim hópi síðan í gær.

Alls greindust fimm með kórónuveirusmit innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is og voru þrír þeirra utan sóttkvíar.

Fyrri greinEkki skýrsluhæf eftir árekstur vegna ölvunar
Næsta greinStarfsfólk HSU Sunnlendingar ársins 2020