Smitum fjölgar á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

COVID-19 smitum hefur fjölgað jafnt og þétt í vikunni á Suðurlandi. Í dag eru 119 í einangrun og 110 í sóttkví í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Flestir eru í einangrun á Selfossi, 41 talsins, og þar eru 50 í sóttkví. Í Grímsnesinu eru 17 í einangrun og 13 í sóttkví og í Bláskógabyggð eru 12 í einangrun og 7 í sóttkví.

Þetta kemur fram í tölum frá HSU. Í gær greindust 179 með COVID-19 innanlands og þar af voru 99 utan sóttkvíar að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinUng skáld í Hveragerði verðlaunuð
Næsta greinÞórsarar tóku nafna sína í kennslustund