Í dag eru 263 í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað talsvert síðan á aðfangadag.
Flestir eru í einangrun í Hveragerði, 61 einstaklingur og þar eru 75 í sóttkví. Í Árborg eru 52 í einangrun og 102 í sóttkví, flestir á Selfossi. Í Ölfusi eru 28 í einangrun og 47 í sóttkví. Þá er 21 í einangrun í Grímsnesinu og 25 í sóttkví.
Alls eru 483 í sóttkví í umdæmi HSU, að því er fram kemur í tölum frá stofnuninni.