Smygluðu sterum í bíl inn á Hraunið

Lögreglan á Selfossi handtók þrjá karlmenn í dag vegna tilraunar til að smygla sterum inn á Litla Hraun.

Mennirnir fóru með bíl í bón í fangelsið en við leit í ökutækinu fannst mikið magn af sterum í föstu og fljótandi formi. Ökumaður bifreiðarinnar var grandalaus og vissi ekki af smyglinu.

Á mbl.is kemur fram að málið sé upplýst enda hafi höfuðpaurinn játað verknaðinn á sig.

Lögreglan segir að þó algengt sé að menn reyni að smygla sterum í fangelsið hafi hún ekki séð þessari aðferð beitt áður.

Fyrri greinÞrjár umsóknir um ULM 2012
Næsta greinNeyðarlínan tilkynnti lögreglu ekki bílslys