Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð í Eyjafjallajökli kl. 15:32 í dag. Skjálftinn fannst vel í Fljótshlíð og á Hvolsvelli.
Þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því skjálftahrinan hófst í byrjun mars. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og almannavarnayfirvöld í héraði fylgjast með stöðu mála í samvinnu við jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands.
Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull er bannsvæði og öll umferð þar bönnuð. Áfram er lokun í 1 kílómetra radíus umhverfis gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi.