Lögreglan á Hvolsvelli ræður fólki frá því að ferðast milli Skóga og Mýrdals og hafa margir ökumenn lent í vanda þar vegna veðurs í kvöld.
Björgunarsveitin á Vík aðstoðaði erlendan ferðamann fyrir stundu en sá treysti sér ekki til að keyra lengra vegna veðursins. Snjóbylur er á svæðinu, sand- og grjótfok.
Lögreglan á Hvolsvelli vill koma þeim upplýsingum til fólks, sem eiga leið um svæðið, að vera frekar heima og hinkra á meðan veðrið gengur yfir. Ekkert ferðaveður sé á svæðinu.