Hátindur Eyjafjallajökuls er nú orðinn fannhvítur á ný eftir að þar snjóaði í nótt.
Fjallið hefur allt verið öskugrátt frá lokum eldgossins í vor en gosið í toppgíg jökulsins stóð frá 14. apríl til 7. júní.
Eftir hlýindi nánast í allt sumar kólnaði nokkuð á landinu í gær þegar vindur snerist til ákveðinnar norðanáttar og greinilegt að hitastig hefur farið niður fyrir frostmark á hæstum fjöllum sunnanlands í nótt.
Snjólínan á Eyjafjallajökli var þó tiltölulega hátt í morgun, eða í yfir 1.200 metra hæð.