Snjókoma og lélegt skyggni á Hellisheiði

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Búast má við snjókomu og lélegu skyggni á Hellisheiði og í Þrengslum eftir hádegi í dag. Styttir upp síðdegis.

Suðvestan- og vestanlands mun kólna skarpt næstu klukkustundirnar. Á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði kemur til með að snjóa nokkuð, einkum á milli kl. 12 og 15. Él eftir það.

Aftur eru líkur á snjókomu og lélegu skyggni á fjallvegum seinni partin á morgun og talsverðri rigningu á SA-landi.

Fyrri greinNý músík og ný ljóð í Bókakaffinu
Næsta greinBreiðholt í kvöld og Flúðir á laugardag