Starfsmenn sveitarfélagsins Árborgar og skiltagerðarinnar Fagform á Selfossi voru snöggir til í morgun og löguðu nýja skiltið sem sett hafði verið upp við Barnaskólann á Eyrarbakka.
Eins og sunnlenska.is greindi frá í gær var vandræðaleg stafsetningarvilla á skiltinu, þar sem orðið „Eyrabakki“ kom fyrir.
Þrátt fyrir þessa meinlegu villu er óhætt að segja að skiltið sé bæði þarft og glæsilegt en sambærileg skilti hafa verið sett upp við fleiri stofnanir í sveitarfélaginu.
Skiltin eru hönnuð og smíðuð hjá Fagform skiltagerð á Selfossi. Í samtali við sunnlenska.is sagði Ari Sveinsson, sölustjóri, hjá Fagform sökina á yfirsjóninni alfarið þeirra og eru Eyrbekkingar beðnir innilega afsökunar á mistökunum.