Á föstudagsmorgun fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um kyrrstæða bifreið við Skarfaskersbryggju í Þorlákshöfn þannig lagt að hún truflaði aðra umferð.
Í bifreiðinni voru karl og kona sem ekki tókst að vekja en lögreglumenn fóru á staðinn og færðu fólkið í fangageymslu þar sem það svaf úr sér vímuna.
Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið stolið og í henni voru hlutir sem grunur var um að væri þýfi.
Við yfirheyrslu bar karlinn við minnisleysi en hann er grunaður um að hafa stolið bifreiðinni.