Soffía Sigurðardóttir á Selfossi hefur boðið mig fram til stjórnlagaþings og skilað öllum tilskyldum gögnum þar að lútandi.
“Ég býð mig fram til stjórnlagaþings til að hafa áhrif á grundvallarlög landsins og þau gildi sem að baki þeim búa. Þar legg ég áherslu á lýðræði, mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Lagarammi samfélagsins skal tryggja áhrif almennings við helstu ákvarðanir og jafnan atkvæðisrétt; megin skipan stjórnsýslu; eftirlit með framkvæmd valds og leiðir til að grípa þar inn í; frelsi fólks til persónulegra athafna, skoðana og tjáningar; viðurlög við mismunun; hvað sé sameign þjóðarinnar, þar legg ég áherslu á auðlindir og hvernig með þær megi fara; á hvern hátt almenningur og stjórnvöld beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra íbúa; samskipti við aðrar þjóðir með frið og samábyrgð að leiðarljósi,” sagði Soffía í samtali við sunnlenska.is.
Nánar má fræðast um Soffíu á bloggsíðu hennar, http://blog.eyjan.is/fia/