Á morgun, laugardag, frá kl. 10 til 16 verður basar að Eyravegi 23 á Selfossi til styrktar Rauða krossinum.
Þar verður til sölu ýmis konar handverk sem unnið er af hópi kvenna sem hittist einu sinni í viku á mánudögum kl. 13 til 16 í Rauða kross húsinu til þess að vinna fallega hluti fyrir basarinn. Þær slá ekki slöku við konurnar því þær eru að mest allt árið og taka sér lítið sumarfrí.
Starf þetta hófst árið 2006 þegar níu konur, sem allar voru komnar á eftirlaun, fengu þá hugmynd að hittast einu sinni í viku til þess að stunda hannyrðir, láta gott af sér leiða og hafa gaman saman í góðum félagsskap. Afraksturinn yrði svo seldur og ágóðinn notaður til þess að styrkja Rauða krossinn.
Basarinn í fyrra gekk vel og þegar talið var upp úr kassanum kom í ljós að tæp milljón hafði safnast og rennur sá peningur óskertur til Rauða krossins.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.