Söfnuðu 360.000 kr. fyrir Píeta samtökin

Ellen Calmon, framkvæmdastýra hjá Píeta samtökunum og Sigurður Ernir Eiðsson, formaður skemmtinefndar NFSu. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands afhenti Píeta samtökunum styrk upp á 360.000 krónur síðastliðinn föstudag.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

NFSu hélt góðgerðarviku alla síðustu viku, þar sem nemendur stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum og skoruðu á hvert annað með það að markmiði að safna fjár fyrir Píeta samtökin. Sem dæmi var hægt að rjóma formann nemendaráðs og skólameistara gegn greiðslu, keppt var í skyrglímu og crossfit, augabrúnir voru aflitaðar, reynt að drekka sprite án þess að ropa, skriðið frá heimavistinni í skólann og hjólað frá Hveragerði á Selfoss.

Kennarar við FSu tóku einnig þátt í áskorununum í góðgerðarvikunni. Hér má sjá Ingunni Helgadóttur og Tómas Davíð Ibsen Tómasson í fallegu búningum. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Vel heppnuð góðgerðarvika
Sigurður Ernir Eiðsson, formaður skemmtinefndar NFSu, segir í samtali við sunnlenska.is. að góðgerðarvikan hafi heppnast vel.

„Þátttakan í góðgerðarvikunni var fín fannst mér. Það voru ekki eins margir og í fyrra en samt alveg flott. Hápunkturinn að mínu mati var skyrglíman og rjómakastið. Áskorun sem heppnaðist vel var örugglega þegar augabrúnirnar á formanninum og varaformanninum voru aflitaðar.“

Soffía Náttsól Andradóttir aflitar augabrúnirnar á Hönnu Dóru Höskuldsdóttur, varaformanni NFSu og Dýrleifu Nönnu Guðmundsdóttur, formanni NFSu. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

„Annað sem ég vil láta koma fram er að mig langar að þakka öllum í Nemendafélaginu fyrir alla hjálpina. Ég hefði aldrei getað þetta einn og mig langar sérstaklega að þakka Degi Rafni og Kára. Þeir hjálpuðu mér ekkert eðlilega mikið yfir vikuna,“ segir Sigurður Ernir. ennfremur

Mikill fjöldi var viðstaddur þegar Píeta samtökunum var afhentur styrkurinn. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Fyrri greinHvergerðingar skipa afmælisnefnd
Næsta greinSelfoss fékk að kenna á hamri Þórs