Nokkrir 8 ára strákar á Selfossi tóku sig nýlega til og söfnuðu flöskum og dósum fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu. Alls söfnuðu drengirnir 35.000 kr. sem mun koma að góðum notum fyrir félagið.
Þessir duglegur drengirnir heita Gunnar Vilberg Stefánsson, Elvar Elí Hilmarsson, Elimar Leví Árnason og Elmar Andri Bragason.
Voru fljótir að fylla flöskupokana
Sigrún Arna Brynjarsdóttir, móðir eins drengjanna, segir í samtali við sunnlenska.is að þeir séu allir duglegir íþróttastrákar.
„Þeir æfa allir fótbolta saman og eru mikið saman. Svo vantaði þeim eitthvað að gera einn sunnudaginn og tóku upp á því að safna flöskum. Eins og ég segi þá eru þetta mjög duglegir strákar – hlaupa flest sem þeir fara – og eftir nokkra stund voru flöskupokarnir orðnir ansi margir.“
„Við mæðurnar sáum að þetta var nú kannski aðeins of mikill peningur til að fara og kaupa sér bland í poka. Stungum þá upp á að þeir myndu halda áfram og safna fyrir góðu málefni. Í tilefni bleiks októbers varð Krabbameinsfélag Árnessýslu fyrir valinu. Söfnunin hélt svo áfram hjá þeim eftir skóla daginn eftir og endaði í ágætis upphæð sem þeir voru stoltir af að afhenda krabbameinsfélaginu.“