Söfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið með kökusölu

Eva Dagmar, Agnes og Lovísa bakari bak við borðið í kartöflugeymslunni. Ljósmynd/Aðsend

Síðastliðinn sunnudag voru mæðgurnar Agnes Snorradóttir, Lovísa bakari Björgvinsdóttir og Eva Dagmar Björgvinsdóttir með söfnunarkaffi fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu í Gömlu kartöflugeymslunni á Eyrarbakka.

Þar var boðið upp á kaffi, bleikar bollakökur og kökur sem Lovísa bakaði. Það tókst mjög vel til með þennan viðburð og margir lögðu leið sína í Gömlu kartöflugeymsluna og styrktu þannig starfsemi Krabbameinsfélagsins. Alls seldust um 200 bleikar bollakökur og allar bleiku kökurnar ásamt kaffi. Þannig söfnuðu mæðgurnar um 160 þúsund krónum sem renna beint til Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Mæðgurnar vilja þakka öllum sem komum og keyptu kaffi og kökur, og einnig eigendum Kartöflugeymslunnar fyrir afnotin af húsnæðinu.

Lovísa bakari á Instagram

Fyrri greinÁsthildur Lóa leiðir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi
Næsta greinStefnt að opnun í lok nóvember