Sex hlauparar söfnuðu áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst síðastliðinn.
Hlauparanir Hermann Ólafsson, Ingþór Birkir Árnason, Heimir Rafn Bjarkason, Þóra Margrét Ólafsdóttir, Björgvin Snorrason og Elísa Dagmar Björgvinsdóttir hlupu til styrktar félaginu og söfnuðu alls 538.000 kr.
„Styrkurinn er mikilvægur fyrir starfsemi félagsins þar sem fram fer fjölbreytt þjónusta við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Félagið leggur áherslu á að bjóða upp á fræðslu, námskeið og stuðning, félagsmönnum að kostnaðarlausu. Með styrktarfé líkt og þessu gefst kostur á að auka framboð og efla enn frekar þá þjónustu sem nú þegar er boðið upp á,“ segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu, í samtali við sunnlenska.is.
Félagið bauð hlaupurunum í heimsókn í gær í þakklætisskyni, þar sem boðið var upp á súpu sem Bónus gaf.