Söfnun vegna Grímsvatnagoss gengur vel

Loforð frá fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum um stuðning til Skaftfellinga vegna Grímsvatnagossins í vor nálgast nú 25 til 30 milljónir samtals.

Fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins, að stjórn Samstöðusjóðsins, sem stofnaður var vegna Grímsvatnagossins, þakki góðan vilja fyrirtækjanna að styðja Skaftfellinga í þeim miklu hremmingum sem gosið olli á vormánuðum.

Þegar verkefninu lýkur verður birtur listi yfir alla stuðningsaðila og hvaða verkefni hlutu stuðnings sjóðsins.

Fyrri greinBrúarvígsla og stefnumót sveitunga
Næsta greinSláturúrgangur flæddi niður Ytri-Rangá