Söguskiltin vekja athygli

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga mun svipta hulunni af fjórum nýjum söguskiltum í sveitarfélaginu í dag. Skiltin bætast í safn nokkurra skilta sem fyrir eru í Árborg.

Skiltin á Selfossi voru afhjúpuð í morgun en á Eyrarbakka verður formleg opnun á skiltunum við Stað kl. 13. Skiltin á Selfossi sýna myndir frá Ölfusá og lífinu utan ár, en skiltin á Eyrarbakka sýna myndir frá höfninni á Eyrarbakka og útgerð og aðgerð.

Í morgun voru umhverfisverðlaun Árborgar afhent en fallegasti garðurinn er við Hásteinsveg 24 á Stokkseyri, hjá Elsu Gunnþórsdóttur og Jóni Jónssyni. Tryggvaskáli var svo verðlaunaður sem snyrtilegasta fyrirtækið og tók Bryndís Brynjólfsdóttir frá Skálafélaginu við viðurkenningunni.

Í dag kl. 14 verður hringtorginu við FSu formlega gefið nafn og á sléttusöngnum í kvöld verður tilkynnt um nafn á miðbæjargarðinn á Selfossi.

Fyrri greinÍ lystigarði ljúfra kála
Næsta greinKFR og Stokkseyri töpuðu