Aðalfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fór fram í dag í Grindavík. Þingmenn og bæjarfulltrúar Suðurkjördæmis fóru þar yfir störf sín og stjórnmálaviðhorfið.
Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að í máli kjörinna fulltrúa hafi komið fram að staða flokksins er sterk í kjördæminu og að mikil sóknarfæri væru til staðar fyrir flokkinn til ennfrekari styrkingar.
Ný stjórn var kosin en hana skipa Einar G. Harðarson, formaður, Sigrún Gísladóttir Bates, Óskar H. Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, G. Svana Sigurjónsdóttir, Hallfríður Hólmgrímsdóttir og Tómas Ellert Tómasson. Varamenn eru Egill Sigurðsson, Guðmundur Ómar Helgason og Baldvin Örn Arnarson.