Sólheimadeila til Ríkissáttasemjara

Sveitarfélagið Árborg og Sólheimar hafa ákveðið að leita til Ríkissáttasemjara og fá aðstoð hans við að koma á samningi þeirra á milli um starfsemi Sólheima og greiðslur vegna hennar.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir í fréttum RÚV að þetta sé líklega til marks um hve viðræðurnar séu erfiðar. En sömuleiðis að mikill vilji sé á báða bóga að leysa málið á viðunandi hátt.

Fyrsti fundurinn verður á morgun. Stefnt er að því að samkomulag náist fyrir mánaðamót. Ásta segir óvíst að það takist en reynt verði að ná sáttum eins fljótt og auðið er.

Fyrri greinEkki víst að bóluefnið henti gegn pestinni
Næsta greinFrostbrestir í Eyjafjallajökli