Sólheimajökull aldrei hopað jafn mikið á milli ára

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hvolsskóli

Frá árinu 2010 hafa nemendur í 7. bekk Hvolsskóla farið í jökulmælingar við Sólheimajökul á haustin. Niðurstöður mælingarinnar í ár sýna að jökullinn hefur aldrei hopað meira á einu ári.

Í fyrstu ferðinni settu nemendur niður skilti og mældu vegalengdina frá skiltinu að jöklinum og hafa nemendur 7. bekkjar síðan mælt vegalengdina frá skiltinu og skráð niður undir handleiðslu Jóns Stefánssonar, kennara.

Björgunarsveitin Dagrenning hefur einnig komið að verkefninu og fara með nemendur út á lónið við jökulinn til að mæla dýpt þess.

Jökulmælingin 2018 fór fram 8. október. Nú mældist hopið meira en nokkru sinni fyrr eða heilir 110 m. Hluti skýringar á þessu mikla hopi má e.t.v. finna í að mikið hefur brotnað af jökulsporðinum undanfarna mánuði og stórir jakar fljóta á lóninu.

Frá fyrstu mælinu og þar til nú í haust hefur jökullinn hopað um 697 m.

Nánar má lesa um þetta á Fjallasalir.is

Fyrri greinFjóla Hrund ráðin til Miðflokksins
Næsta grein„Fólk tekur okkur fagnandi“