Sömu lokanir næsta sumar

Allir leikskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða lokaðir vegna sumarfría í júlímánuði á næsta ári og að líkindum fram til 7. ágúst.

Um er að ræða samskonar lokanir og síðasta sumar en margir voru óánægðir með að allir leikskólarnir væru lokaðir á sama tíma.

Foreldrakönnun verður gerð haustið 2015 um lokanir sumarið 2016.

Fyrri greinHvergerðingar fæddir 2014 fá sérmerkta gjöf
Næsta greinLjósaathöfnum frestað í Hveragerði og Þorlákshöfn