Það var líf og fjör um allan bæ á Selfossi í dag þegar syngjandi skólakrakkar heimsóttu fyrirtæki og sungu fyrir sælgæti
Krakkarnir létu ekki snjókomuna stoppa sig en úti á götu mátti sjá ræningja og prinsessur, sjóræningja, indjána og skógarbirni svo eitthvað sé nefnt. Margir lögðu mikinn metnað í búninga og söngatriði og uppskáru væntanlega vel fyrir það.
Samkvæmt óformlegri könnun sunnlenska.is stendur Gamli Nói ennþá fyrir sínu á þessum degi, en Alúetta og Frost er úti fuglinn minn fyldu Nóa fast á eftir, ásamt Eurovisionlagi Pollapönkaranna.