Fyrirhugaðir eru fjórir miðvikudags eftirmiðdagar i í Selfosskirkju á næstunni fyrir þau sem misst hafa náinn ástvin og glíma við sorg.
Fyrsta skiptið verður þann 19. mars kl. 15:30 og svo næstu þrjá miðvikudaga, rúman klukkutíma í einu. Stutt innlegg verður í upphafi hvers skiptis og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning.
Umsjón er í höndum prestanna Axels Njarðvík og Ninnu Sifjar.
Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel eða sr. Ninnu Sif. Sjá netföng og símanúmer á heimasíðu kirkjunnar.