Leggja þarf ofurkapp á að finna urðunarstað fyrir sorp á Suðurlandi, að mati Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í Hveragerði.
Hveragerðisbær er aðili að Sorpstöð Suðurlands og jafnframt aðili að umhleðslustöð sem reist var á gámasvæði Árborgar, en tilkynnt hefur verið um uppsögn samnings um þá stöð.
„Það er auðvitað sorglegt og með ólíkindum hvernig staðið hefur verið að þeim málum,“ segir Aldís beðin um viðbrögð við uppsögn samingsins. „Segja má að sorpmálin séu í tómu klúðri hjá okkur Sunnlendingum, svo skömm er að,“ segir Aldís.