Björgunarsveitarmenn úr Eyvindi á Flúðum sóttu í nótt tvo erlenda ferðamenn, sem fest höfðu bíl sinn á vegslóða á Hrunamannaafrétti.
Vegslóðinn er aðeins notaður við smalamennsku síðsumars og var hann torfær vegna aurbleytu. Leiðangurinn gekk vel og mönnunum var komið aftur til byggða.