Klukkan 19:21 í kvöld voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um fastan bíl á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli.
Þrír voru í bílnum sem var á vesturleið um hálendið þegar hann festist í snjó. Lélegt símasamband var á svæðinu og þurfti fólkið því að ganga nokkur spöl til að komast í samband og kalla eftir hjálp. Sambandið var þó slitrótt og en tilkynnandi náði þó að láta vita að fólkið væri ekki við bílinn og gefa upp áætlaða staðsetningu sem ekki var vitað hvort ætti við um bílinn eða fólkið.
Þess vegna voru kallaðar út nokkrar björgunarsveitir og þær sendar á Mælifellssand úr tveimur áttum, þar sem talin var möguleiki á því að fólkið væri ekki við bílinn og að leita þyrfti að því.
Núna rétt upp úr níu kom björgunarsveitarfólk að bílnum og fann alla þrjá um borð í bílnum, verið er að draga bílinn úr snjónum og mun björgunarsveitarfólk fylgja hópnum til byggða í austurátt.