Sóttu göngumann inn í Þórsmörk

Mynd úr safni. Ljósmynd/Rúnar Ingi Gunnarsson

Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Dagrenningar frá Hvolsvelli fóru seinni partinn í dag inn í Þórsmörk til þess að athuga með göngumann sem var þar á ferðalagi.

Göngumaðurinn hafði verið á ferðinni á hálendinu í nokkurn tíma. Ferðamenn í Þórsmörk tilkynntu um manninn en slæm veðurspá er í gildi fyrir svæðið á morgun og því leist þeim ekki á að hann væri þar einn á ferð.

Maðurinn fékk far til byggða með björgunarsveitinni.

Fyrri greinFjöldi í sóttkví tvöfaldast
Næsta greinFélagsstarf fellur niður á Níunni