Klukkan 22:26 í gærkvöldi var Hjálparsveitin Tintron kölluð út á Þingvelli til að aðstoða skelkaðan ferðamann með tvö börn, þar sem hann treysti sér ekki til að keyra áfram miðað við aðstæður.
Tveir björgunarsveitarmenn fóru í útkallið og keyrði annar þeirra bílinn fyrir ferðamanninn á Selfoss þar sem fólkinu var komið á hótel.
Þegar komið var niður á gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar tók við annað verkefni, að aðstoða lögreglu og Björgunarfélag Árborgar við að leysa bíla sem þar voru fastir og höfðu myndað umferðarteppu.
Björgunarsveitarmennirnir úr Grímsnesinu voru komnir aftur í hús um 1 í nótt.