Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út uppúr miðnætti til að sækja slasaðan göngumann í Þverárdal á Hengilssvæðinu.
Maðurinn reyndist líka vera orðinn nokkuð áttavilltur en hann var um þrjá kílómetra frá bílvegi.
Björgunarmönnum tókst að komast að honum á fjór- og sexhjólum hjálparsveitarinnar og flytja hann á öðru þeirra í bíl.
Voru síðustu björgunarmenn að skríða til byggða á fimmta tímanum í morgun.